Hannyrða- og bókahittingur

Hannyrða- og bókahittingur

Ertu ástríðufullur prjónari eða heklari sem elskar líka að lesa og spjalla um skemmtilegar bækur? Þá er þessi hittingur á bókasafninu eitthvað fyrir þig.

Það er gaman að sameina þessi tvö áhugamál og enn betra að geta hitt góðan hóp sem deilir þessari ástríðu. 
Við ætlum að koma saman á fimmtudögum kl. 15 í Hannyrðahorninu á 2. hæð í Borgarbókasafninu Grófinni í febrúar, mars, apríl og maí. Tökum hlé yfir sumartímann og hittumst svo aftur í haust.

Umsjón með hittingnum hefur Guðrún Dís, áhugasamur nýgræðingur í hannyrðum  sem mun halda utan um hópinn, koma með hugmyndir að skemmtilegu lesefni og leiða spjallið. 
Ekki er um hefðbundinn leshring að ræða og því þarf ekki að lesa ákveðnar bækur fyrir hvern hitting, aðeins mæta á staðinn og taka þátt í spjallinu. Hópurinn mótar síðan framhaldið í sameiningu.

Hittingarnir fara fram á íslensku og/eða ensku og tekur mið af samsetningu hópsins.

Engin skráning og þú mætir bara þegar þig langar í félagsskap.

Viðburðurinn á Facebook.
 

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir
 gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is | 411 6115

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 14. maí, 2024 13:41