Um NINja - Nordic IFLA Network

NINja stendur fyrir Nordic Ifla Network og er óformlegur félagsskapur starfsfólks bókasafna á Norðurlöndunum sem hefur áhuga á að auka veg almenningsbókasafna og styrkja samnorrænt tengslanet.

Markmið

  • Auka áhuga á samtökunum IFLA, stefnu þeirra og starfi á Norðurlöndum. 
  • Að vera opinn vettvangur fyrir starfsfólk almenningsbókasafna víðs vegar um Norðurlöndin sem starfar í IFLA hópum eða íhugar að taka þátt í IFLA.
  • Að vinna að miðlun þekkingar og hugmynda þvert á bæði NINja þátttakendur frá Norðurlöndunum og mismunandi starfsemi og hópa innan IFLA. 
  • Að gera norræn almenningsbókasöfn sýnilegri og virkari í IFLA samtökunum, til dæmis með samræmdu útliti á kynningarefni.

Samstarfshópurinn er óformlegur, áhugasamt bókasafnsfólk frá Norðurlöndunum getur tekið þátt í störfum NINja hópsins.

Samhæfingarhópur NINja:

Anette Mjöberg, Marie Engberg Eiriksson, Jakob Lærkes, Pirkko Lindberg, Leikny H. Indergaard, Knud Schulz og Torbjörn Nilsson.