Um Eric Klinenberg

Eric Klinenberg

Eric Klinenberg er lykilfyrirlesari á ráðstefnunni. Eric gegnir stöðu prófessors í félagsvísindum, sem kennd er við Helen Gould Shepard, og er jafnframt forstöðumaður Institute for Public Knowledge við New York háskóla. 

Rannsóknir hans hafa vakið athygli á nauðsyn þess að hlúa að félagslegum innviðum, ekki hvað síst í nútímasamfélagi. Með hugtakinu félagslegir innviðir, vísar hann til staða og stofnana sem hvetja til samskipta og hafa með því mótandi áhrif á það hvernig fólk myndar félagsleg tengsl. Með þetta í huga, skilgreinir hann í bók sinni, Palaces for the People: How Social Infrastructure Can Help Fight Inequality, Polarization, and the Decline of Civic Life, bókasöfn sem eina af mikilvægustu stofnunum nútímasamfélags. Bókin hefur haft mikil áhrif á það hvernig litið er á almenningsrými og hvatt starfsfólk bókasafna áfram í því að benda á mikilvægi almenningsbókasafna sem samfélagslegs vettvangs.

Auk fyrrnefndar bókar, hefur Eric Klinenberg gefið út aðrar bækur, bæði einn og sem meðhöfundur, en styttri skrif hans, byggð á vönduðum rannsóknum, hafa birst í fjölda fagtímarita. Hann vinnur nú að nýrri bók sem væntanleg er í febrúar 2024. 

Eric heldur fyrirlestur sinn fimmtudaginn 19. október kl. 10:00-11:00

Sjá heimasíðu Eric Klinenbergs