Framtíðarfestival
Hvernig á að framtíðast? Hvaða færni þurfum við að tileinka okkur? Hvernig getum við deilt því sem við vitum, hvert með öðru? Framtíðinni er oft lýst sem fjarlægum stað sem við höfum litla stjórn á, en einhvern tímann, einhvers staðar, ímyndaði einhver sér að við myndum lifa eins og við lifum í dag. Og hér erum við.
Við bjóðum þér að nota bókasafnsrýmið til að ímynda þér og tileinka þér umhyggjusamari framtíð með sterkari tengingar, hvort sem er í sambandi okkar við tækni, náttúruna eða komandi kynslóðir.
Hátíðin fer fram 1. mars til 14. mars 2026 á Borgarbókasafninu Grófinni (miðbænum). Allir viðburðirnir eru ókeypis og opnir öllum. Dagskráin verður birt hér fljótlega en búast má við mörgum verklegum viðburðum (e: hands - on), skemmtilegum leikjum og viðburði þar sem þú getur fengið aðstoð reynslubolta við að gera við bilaða hluti á heimilinu.
Samstarfsaðilar: ENDURTAKK, Rik McNair, Ross McNair, Samtök um mannvæna tækni, Atli Þór Jóhannsson, Halldóra Mogensen, Kakkalakki Studio, Fernanda Fajardo, João Linneu, Zuzana Vondra Krupkova, Emma Shannon, Reddingakaffi, Cerise Fontaine, Ingiríður Halldórsdóttir, Yi Jen Chang, Juan Camillo Roman Estrada, Alexander Jean Fontenay, Félag Kvenna Frá Marokkó, Armando Garcia, Pola Sutryk, Dögg Sigmarsdóttir, Framtíðarsetur Íslands
Frekari upplýsingar veita:
Martyna Karolina Daniel - Verkefnastjóri – Aðgengi og samfélagsleg þátttaka
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is
Fanny Sanne Sissoko - Verkefnastjóri - Inngilding og fræðsla
fanny.sanne.sissoko@reykjavik.is