Sumarsmiðjurnar okkar

Sköpun, listir og gleði í sumarsmiðjum Borgarbókasafnsins fyrir börn og unglinga.

Hér er heildarlisti yfir smiðjurnar.

Í sumar gefst börnum og unglingum á aldrinum 9 - 16 ára kostur á að virkja sköpunarkraftinn í fjölbreyttum smiðjum þar sem listin og gleðin mun ráða ríkjum. 

Með sumarsmiðjum safnsins er leitast við að breikka úrvalið af námskeiðum sem er í boði fyrir börn og unglinga, svo öll finni eitthvað við sitt hæfi. Sem dæmi býður safnið upp á námskeið í borðspilahönnun, lagasmíðum, ljósmyndun og sagnagerð.

Sumarsmiðjurnar eru, líkt og öll dagskrá Borgarbókasafnsins, alltaf ókeypis.

Skráning er á sumar.vala.is.
Finnið bókasafnið með því að velja „starfsstað“.


Nánari upplýsinar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is