Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Aldur
13-16
Tungumál
Íslenska
Skapandi tækni
Tónlist

Sumarsmiðja | Lagasmiðja með Andrési

Miðvikudagur 11. júní 2025 - Föstudagur 13. júní 2025

 

Á lagasmíðanámskeiði í Borgarbóksafninu höfum við það að markmiði að búa til eitt lag! Við ætlum byrja frá hugmynd og lærum að stækka hana og gera að fullgerðu lagi. Þetta er frábært tækifæri fyrir öll þau sem hafa áhuga að semja lag og langar að fá tækifæri til þess að vinna í skemmtilegu og hvetjandi umhverfi. Notast verður við hljóðforritin Ableton Live og Logic. 

Andrés Þór Þorvarðarson er tónlistarmaður og kennari fæddur árið 1996. Hann kláraði tónsmíðar frá Listaháskóla Íslands árið 2019 og er núna í MA í Listkennslufræðum í Listaháskóla Íslands. Hann hefur mikla reynslu af lagasmíðum og hefur verið í hljómsveitum á borð við Milkhouse, We are not romantic, Skoffín og spilað inná lög með K.óla og Önnulísu. Þá hefur hann samið tónlist fyrir leiksýningarnar Pabbastrákar og Hvað ef sósan klikkar.

Aldur:  Börn fædd 2009, 2010, 2011 og 2012.
Tími: Smiðjan stendur yfir í þrjá daga, 11.-13. júní kl. 13:00-16:00.
 
Skráning hefst 29. apríl kl. 13:00 á sumar.vala.is
 

Nánari upplýsingar veitir:
Karl James Pestka, verkefnastjóri – skapandi tækni
karl.james.pestka@reykjavik.is | 411 6100