Embla Bachmann

Um þennan viðburð

Tími
13:00
Verð
Frítt
Hópur
Ungmenni
Tungumál
íslenska
Ungmenni

Sumarsmiðja | Ritsmiðja með Emblu Bachmann

Þriðjudagur 24. júní 2025 - Föstudagur 27. júní 2025

Embla Bachmann kennir ungmennum hvernig búa á til grunninn að sinni eigin skáldsögu og mun fara yfir hvert atriði í sköpunarferlinu. Undir lok námskeiðsins verða öll komin með beinagrind að sinni eigin bók og verkfærakassa til að halda áfram.

Lögð verður áhersla á að hafa gaman og að hver og einn þátttakandi fái að njóta sín.

Embla er nítján ára bókaormur sem hefur haft brennandi áhuga á ritlist í mörg ár og hlotið ýmis verðlaun fyrir skrif sín. Hún hefur gefið út tvær bækur, Kærókeppnin og Stelpur stranglega bannaðar.

Aldur: Börn fædd   2009, 2010, 2011 og 2012.
Tími: Smiðjan stendur yfir í fjóra daga, 24.-27. ágúst kl. 13:00-15:00

Skráning hefst 29. apríl kl.13 á sumar.vala.is
Hér má sjá lista yfir allar sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins. 

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir: 
Ástrún Friðbjörnsdóttir, sérfræðingur
astrun.fridbjornsdottir@reykjavik.is | 411-6230