
Um þennan viðburð
Sumarsmiðja | Hreyfimyndagerð
Í smiðjunni fá börn tækifæri til að læra undirstöðuatriði hreyfimyndagerðar, hanna eigin persónur, leikmyndir og umbreyta hugmyndum sínum í lifandi sögur. Með stop-motion tækni er hægt að blása lífi í hversdagslega hluti og skapa allskonar sögur, möguleikarnir eru endalausir.
Lista og- hreyfimyndagerðakonan Rakel Andrésdóttir mun leiða smiðjuna en hún lærði myndlist í Listaháskóla Íslands og hreyfimyndagerð í FAMU í Tékklandi. Rakel hefur sýnt teiknimyndirnar sínar á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn og hlaut Edduverðlaunin í ár í flokknum heimildastuttmynd ársins fyrir mynd sína Kirsuberjatómatar.Hún starfar sem kvikari fyrir íslenska barnaþætti ásamt því að kenna námskeið í Myndlistarskóla Reykjavíkur.
Aldur: Börn fædd 2013, 2014, 2015 og 2016.
Tími: Smiðjan stendur yfir í þrjá daga, 18.-20. ágúst kl. 11:00-13:00.
Skráning hefst 29. apríl kl. 13:00 á sumar.vala.is
Hér má sjá lista yfir allar sumarsmiðjur Borgarbókasafnsins.
Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdóttir@reykjavik.is | 411-6170