Jóladagatalið | Jólaævintýri Kötlu og Leós
Jólaævintýri Kötlu og Leós eftir Hremmu (Hrafnhildi Emmu Björnsdóttur) er saga jóladagatals Borgarbókasafnsins og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í ár. Fallegt ævintýri í desember um systkinin Kötlu og Leó sem búa með pöbbum sínum þeim Grími og Kára. Þau komast á snoðir um dularfulla bók sem veitir innsýn inn í leyndardóma jólanna. Þegar Kári pabbi þeirra lendir í háska uppi á jökli stuttu fyrir jólin þá kemur bókin að óvæntum notum. Saga um vináttu og sanna jólatöfra sem vernda frá hættulegum náttúruöflum, um hjálpsemi, gjafmildi og auðvitað líka um Grýlu og jólasveinanna. Fylgist með jólaævintýrinu á hverjum degi til jóla.
Jólaævintýrið hentar börnum á aldrinum 6-9 ára.
Fyrir leikskólahópa mælum við með að bóka almenna sögustund sem verða að sjálfsögðu með jólaþema í desember.
Hér á heimasíðunni, á Facebook og Spotify geta skólahópar fylgst með jóladagatalinu og hvetjum við hópana til þess að hlusta og skoða myndirnar sem eru komnar svo þau séu vel inn í sögunni áður en þau koma í sögustundina.