Kakó Lingua | Samskipti án tungumáls  

Á fyrsta Kakó Lingua viðburði vetrarins, tók LEGO-áhugamaðurinn Armando á móti gestum á öllum þeim tungumálum sem hann talar. Saman könnuðum við ýmsar leiðir til að eiga samskipti án orða. Við byggðum saman heilan heim úr legokubbum svo úr varð risa LEGÓ listaverk! Við vorum líka með LEGO Minifigure skiptimarkað, sem var frábær endir á þessum skemmtilega viðburði.

Kakó Lingua viðburðir eru fyrir börn og fjölskyldur sem vilja brjóta tungumálamúrinn og skemmta sér saman í þægilegu umhverfi. Öll tungumál eru velkomin og við skemmtum okkur við að komast að sameiginlegum skilningi. 

Viðburðirnir eru alltaf ókeypis og öll eru velkomin! Endilega kíkið á næsta Kakó Lingua, þá ætlum við að halda heimspekivinnustofu fyrir börn. 

Sjá aðra Kakó Lingua viðburði HÉR 

Flokkur
UppfærtÞriðjudagur, 28. febrúar, 2023 11:38