Tengivirkið - Young people Connect

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Spjall og umræður
Tungumál

Tengivirkið - Young People Connect

Fimmtudagur 12. maí 2022

Í Tengivirkinu í dag fáum við kynningar frá Student Refugees Iceland og Landssamtökum íslenskra stúdenta (LÍS)

LÍS eru hagsmunasamtök allra háskólanema á Íslandi og einnig íslenskra háskólanema erlendis, ríflega 20.000 nemenda. Samtökin eru regnhlífasamtök átta aðildarfélaga og er hlutverk þeirra meðal annars að standa vörð um gæði náms, jafnrétti til náms og standa að málþingum og öðrum viðburðum tengdum málefnum stúdenta.

Hugmyndin að baki Student Refugees Iceland er að menntun teljist til mannréttinda í sjálfu sér - því veita aðstendur verkefnisins flóttafólki og hælisleitendum aðstoð við að sækja um háskólanám á Íslandi. Einnig er hægt að leita til þeirra með upplýsingar varðandi nám í íslenskum háskólum og fá aðstoð við að yfirstíga þær hindranir sem kunna að koma upp þegar sótt er um nám. 

Við fræðumst um verkefnin tvö, gefst kostur á að spyrja spurninga og ræða umfjöllunarefnið. 

Jonathan Wood


Í Tengivirkinu - Young People Connect hittist ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára sem hefur annað móðurmál en íslensku. Á dagskrá er fræðsla frá áhugaverðum aðilum og fjölbreytt íslenskukennsla með reyslumiklum kennara - auk þess sem Tengivirkið er góður og afslappandi vettvangur til að kynnast öðrum ungmennum með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. 

Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Engin skráning og engin skuldbinding, það má mæta eins oft eða sjaldan og hver vill.

Allir viðburðir Tengivirkisins hefjast kl.16:00 og standa til um það bil 17:30. 
Áhugasöm eru hvött til að skrá sig í facebookhóp Tengivirkisins þar sem settar eru inn nánari upplýsingar. 
 

Dagskrá Tengivirkisins - Young People Connect vorið 2022: 

10.febrúar | Kynning á Borgarbókasafninu og frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis 
24.febrúar | Fjölbreytt íslenskukennsla 
10.mars | Kynning frá New in Iceland og Andrými - róttæku samfélagsrými í Reykjavík
24.mars | Fjölbreytt íslenskukennsla 
7.apríl | Heimsókn á Kjarvalsstaði 
28.apríl | Fjölbreytt íslenskukennsla 
12.maí | Kynning frá Student Refugees Iceland og Landssamtökum íslenskra stúdenta (LÍS)
19.maí | Fjölbreytt íslenskukennsla 

Nánari uppýsingar veitir: 
Hildur Björgvinsdóttir | verkefnastjóri viðburða og fræðslu 
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is