Um þennan viðburð
Tengivirkið - Young People Connect
Í Tengivirkinu í dag förum við í skemmtilega heimsókn á Kjarvalsstaði - eitt af söfnum Listasafns Reykjavíkur. Við skoðum sýningu myndlistarmannsins Birgis Andréssonar, Eins langt og augað eygir og fáum okkur hressingu á notalegu kaffihúsi safnsins.
Gestir Tengivirkisins fá ókeypis inn á listasafnið.
ATH! Við hittumst á Kjarvalsstöðum kl.16:50, ekki á Borgarbókasafninu Kringlunni.
Í Tengivirkinu - Young People Connect hittist ungt fólk á aldrinum 16 – 25 ára sem hefur annað móðurmál en íslensku. Á dagskrá er fræðsla frá áhugaverðum aðilum og fjölbreytt íslenskukennsla með reyslumiklum kennara - auk þess sem Tengivirkið er góður og afslappandi vettvangur til að kynnast öðrum ungmennum með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu.
Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Engin skráning og engin skuldbinding, það má mæta eins oft eða sjaldan og hver vill.
Allir viðburðir Tengivirkisins hefjast kl.16:00 og standa til um það bil 17:30.
Áhugasöm eru hvött til að skrá sig í facebookhóp Tengivirkisins þar sem settar eru inn nánari upplýsingar.
Dagskrá Tengivirkisins - Young People Connect vorið 2022:
10.febrúar | Kynning á Borgarbókasafninu og frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis
24.febrúar | Fjölbreytt íslenskukennsla
10.mars | Kynning frá New in Iceland og Andrými - róttæku samfélagsrými í Reykjavík
24.mars | Fjölbreytt íslenskukennsla
7.apríl | Heimsókn á Kjarvalsstaði
28.apríl | Fjölbreytt íslenskukennsla
12.maí | Kynning frá Student Refugees Iceland og Landssamtökum íslenskra stúdenta (LÍS)
19.maí | Fjölbreytt íslenskukennsla
Tengivirkið er hluti af þróun bókasafnsins sem opið rými þar sem leitast er eftir því að notendur komi að dagskrárgerð og geri rýmið að sínu eigin.
Nánari uppýsingar veitir:
Hildur Björgvinsdóttir | verkefnastjóri viðburða og fræðslu
hildur.bjorgvinsdottir@reykjavik.is