Leiðsagnir um sýningar

Barn á sýningunni Þetta vilja börnin sjá

Í menningarhúsum Borgarbókasafnsins er gróskumikið sýningarhald. Settar eru upp margvíslegar sýningar, allt frá sýningum á smámunum safnara til myndasögusýninga; frá gagnvirkum upplifunarsýningum til hefðbundinna myndlistarsýninga og margar þeirra eru áhugaverðar fyrir skólabörn. Við hvetjum því kennara á öllum skólastigum til að fylgjast vel með þeim sýningum sem boðið er upp á hverju sinni og brjóta upp hefðbundið skólahald með því að kíkja á sýningu hjá okkur. 

Leiðsögn um sýninguna Friðarbrú - 2016

Við bjóðum oft upp á skipulagðar leiðsagnir um sýningar sem við teljum að höfði sérstaklega til barna. Kennarar geta líka alltaf óskað eftir því að koma í heimsókn með hópa til að skoða sýningar, annað hvort á eigin vegum eða undir leiðsögn verkefnastjóra sýningarhalds. Þegar um sérstök tilboð er að ræða sendum við tölvupósta á þau skólastig sem við á hverju sinni.

Við hvetjum kennara til að fylgjast með sýningarhaldinu með því að:

-  fylgja okkur á Facebook síðu Borgarbókasafnsins
-  gerast áskrifendur að Fréttabréfi Borgarbókasafnsins

Nánari upplýsingar veitir:

Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri fræðslu og miðlunar
syningar@borgarbokasafn.is