Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
Allur
Tungumál
Íslenska
Börn

Haustfrí | Alþjóðlegi bangsadagurinn

Mánudagur 27. október 2025

Langar þig að hlusta á skemmtilegar bangsasögur á alþjóðlega bangsadeginum og föndra síðan eftir sögustundina? 
 
Bangsadagurinn er haldinn hátíðlegur 27. október ár hvert en það var fæðingardagur Theodore Roosevelt, fyrrverandi bandaríkjaforseta, sem gjarnan var kallaður Teddy sem er enska orð yfir bangsa. 

Roosevelt var mikill skotveiðimaður en dag einn á bjarnarveiðum fann hann svo til með litlum bjarnarhúni að hann sleppti honum lausum í stað þess að skjóta hann. Washington Post birti skopmynd af atvikinu sem vakti heimsathygli. Búðareigandi í Brooklyn í New York var einn þeirra sem heilluðust af sögunni og bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði Bangsann hans Teddy en Roosevelt var gjarnan kallaður Teddy. Bangsinn seldist eins og heitar lummur og brátt fóru leikfangabangsar að ganga undir nafninu teddy í Bandaríkjunum. Nú er þessi leikfangabangsi orðinn vinsæll leikfélagi barna um allan heim. 

 Í því tilefni mætir mjög stór bangsi á bókasafnið. 

Kynnið ykkur heildardagskrá Borgarbókasafnsins í haustfríinu!

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:  
Justyna Irena Wilczynska, sérfræðingur  
justyna.irena.wilczynska@reykjavik.is  | 411 6230