
Um þennan viðburð
Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
öll tungumál velkomin
Fræðsla
Fríbúð | Fríbúðarkaffi #3 - Benedikt Traustason
Miðvikudagur 29. október 2025
Má bjóða þér að kíkja í kaffi og tengjast nærsamfélaginu?
Í vetur munum við reglulega vera með heitt á könnunni í Fríbúðinni og bjóða góðum gestum í heimsókn. Stundum óformlegt spjall og stundum fræðandi fyrirlestrar. Öll velkomin og allt ókeypis.
Í þetta skiptið mun Benedikt Traustason kíkja í kaffi. Benedikt er líffræðingur hjá Reykjavíkurborg. Hann vinnur með líffræðileg fjölbreytni í borginni og kemur m.a. að vöktun á fjölbreyttu lífríki Reykjavíkur, hvernig við bregðumst við ágengum tegundum í borgarlandinu og reynum að skipuleggja uppbyggingu í sátt við umhverfið.
Viltu vita meira um Fríbúðina?
Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6170