Stefnumót við rithöfunda

Fyrir jólin er kominn ilmur af nýprentuðum bókum í loftið og höfundar keppast við að lesa upp úr verkum sínum. Við sendum boðbréf til skólanna í nóvember og bjóðum 10. bekkingum að eiga stefnumót við rithöfunda í menningarhúsum okkar.

Í heimsókninni lesa rithöfundar upp úr nýjum verkum og spjalla við nemendur um efni bóka sinna auk þess að gefa þeim innsýn í líf og starf rithöfundarins. 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6246