Bókmenntagöngur

Borgarbókasafnið býður upp á fjölbreyttar bókmenntagöngur. Markmiðið er fyrst og fremst að kynna íslenskar bókmenntir á lifandi hátt, en einnig að fjalla um borgina sem svið bókmennta að gömlu og nýju og sýna þátttakendum þannig umhverfi sitt í nýju ljósi. Viðfangsefni gangnanna er mjög fjölbreytt og má nefna sem dæmi glæpagöngu, pöbbagöngu, ljóðagöngu og „neðanjarðargöngu“.

Bókmenntagöngur fyrir hópa

Bókmenntagöngurnar eru tilvaldar fyrir hópa sem vilja brjóta upp hversdaginn og gera eitthvað skemmtilegt og njóta útveru um leið. Gott er að panta göngurnar með nokkrum fyrirvara, gjald er tekið samkvæmt gjaldskrá.

Rafrænar bókmenntagöngur

Borgarbókasafnið og Reykjavík Bókmenntaborg hafa, í samstarfi við RÚV, unnið rafrænar bókmenntagöngur sem hafa verið aðgengilegar á appinu Reykjavík Culture Walks fyrir iOS (hér á iTunes) og Android stýrikerfi (hér á Google Play). Um er að ræða göngur á íslensku, ensku, spænsku og þýsku.

Kvöldgöngur yfir sumartímann

Borgarbókasafnið, Borgarsögusafnið og Listasafn Reykjavíkur standa fyrir vikulegum kvöldgöngum í borginni  á sumrin. Hver ganga hefst að venju kl. 20 á fimmtudagskvöldi frá júní til ágúst.

Nánari upplýsingar veitir:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmenntaviðburða
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is