Velkomin á bókasafnið

Kíktu í heimsókn!

Ertu á leiðinni í Kringluna? Vissir þú að við erum í tengibyggingunni á milli verslunarkjarnans og Borgarleikhússins? Það er því um að gera að kíkja við hjá okkur í leiðinni. Þér er velkomið að nýta aðstöðuna á bókasafninu eins og þú vilt – til að dvelja, hitta aðra eða halda viðburð.

Í boði er fjölbreytt úrval af bókum, tímaritum, borðspilum og öðrum safnkosti. Auk þess má finna bækur um kvikmyndir, dans og leikhús enda erum við í næsta nágrenni við Borgarleikhúsið. Starfsfólkið tekur vel á móti þér og er boðið og búið að aðstoða.

Og svo er alltaf heitt á könnunni! 

Borgarbókasafnið Kringlunni

Staðsetning og samgöngur

Við erum til húsa í viðbyggingu sem tengir Kringluna og Borgarleikhúsið. Ágæt aðstaða er fyrir hreyfihamlaða í safninu og aðgengi gott af neðra bílaplani Kringlunnar við Borgarleikhúsið. Hvetjum öll, sem eiga þess kost, að taka strætó. Strætisvagnaferðir að Kringlunni eru greiðar. Sjá nánar á vefsíðu Strætó.

Guðríður Sigurbjörnsdóttir er deildarstjóri í Borgarbókasafninu Kringlunni:
gudridur.sigurbjornsdottir@borgarbokasafn.is

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni
Listabraut 3, 103 Reykjavík
kringlan@borgarbokasafn.is | s. 411 6200