Borgarbókasafnið Kringlunni
Borgarbókasafnið Kringlunni

Leshringurinn Sólkringlan

Leshringurinn Sólkringlan hittist annan eða þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni. Haustið 2020 lesum við bækur um mannlíf á mörkum siðmenningar, á afskekktum eyjum eða langt frá byggðu bóli.

Guttormur Þorsteinsson hefur umsjón með hópnum og tekur við nýskráningum. Hópurinn er opinn og við hvetjum áhugasama um að hafa samband!

Eftirfarandi bækur verða lesnar og teknar fyrir:

17. september: Í Barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur

15. október: Sæluvíma eftir Lily King

12. nóvember: Hvítt haf eftir Roy Jacobsen

10. desember: Menntuð eftir Töru Westover

 

Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins...

Þriðjudagur 28. ágúst 2018
Flokkur
Merki
Materials