Borgarbókasafnið Kringlunni
Borgarbókasafnið Kringlunni

Leshringurinn Sólkringlan

Leshringurinn Sólkringlan hittist annan eða þriðja fimmtudag í mánuði kl. 17.30-18.30 í Borgarbókasafninu Kringlunni. Haustið 2020 lesum við bækur um mannlíf á mörkum siðmenningar, á afskekktum eyjum eða langt frá byggðu bóli.

Guttormur Þorsteinsson hefur umsjón með hópnum en ekki er tekið við nýjum skráningum sem stendur.

Eftirfarandi bækur verða lesnar og teknar fyrir:

17. september: Í barndómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur

15. október: Aflýst

12. nóvember: Hvítt haf eftir Roy Jacobsen og Sæluvíma eftir Lily King.

10. desember: Menntuð eftir Töru Westover

 

Við hvetjum góðvini Borgarbókasafnsins til að skrá sig í Bókaklúbbinn okkar á Facebook! Þar deilum við ýmsum bókmenntatengdum viðburðum og oft skapast líflegar umræður um alls kyns bókmenntir. 

Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins...

Þriðjudagur 28. ágúst 2018
Flokkur
Merki
Materials