Leshringir Borgarbókasafnsins
Það er skemmtilegt að lesa og enn skemmtilegra að deila hugmyndum um bókmenntirnar með öðrum! Hjá okkur hittast reglulega hópar sem spjalla um alls kyns bókmenntir einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Kíktu á þá hópa sem eru í boði og komdu að lesa með okkur!
Langar þig að gerast leshringsstjóri og stofna þinn eigin leshring þar sem þið ræðið um bækur að þínu skapi? Við erum alltaf opin fyrir nýjum leshringjum í öllum söfnum. Ef þú hefur áhuga hvetjum við þig til að hafa samband með því að senda okkur tölvupóst á það safn sem þig langar að hafa leshringinn og við aðstoðum þig að koma honum á laggirnar.
Þegar stofna á nýjan leshring er gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:
- Ákveða þarf stund og stað í samráði við starfsfólk safnsins
- Velja grípandi heiti á leshringinn þinn
- Skrifa stuttan og hnitmiðaðan kynningartexta
- Velja þema fyrir misserið og ef búið er að ákveða bækurnar fyrir fram er um að gera að gera grein fyrir þeim
- Setja upp Facebook viðburð og hafa Borgarbókasafnið sem "co-host"
Aðkoma Borgarbókasafnsins felst í eftirfarandi:
- Hýsingu leshringsins
- Að hella upp á kaffi og te, sé þess óskað
- Að kynna leshringinn á miðlum Borgarbókasafnsins
Nánari upplýsingar veitir:
Guðrún Dís Jónatansdóttir, deildarstjóri miðlunar og nýsköpunar
gudrun.dis.jonatansdottir@reykjavik.is