
Leshringur | Ýmislegt
Leshringurinn Ýmislegt hittist annan mánudag í mánuði kl. 16:30 - 17:30. Yfir sumartímann er tekið frí í þrjá mánuði.
Hentar öllum þeim sem hafa áhuga á að hitta annað fólk og spjalla um bækur á léttum nótum. Lesa á milli línanna og leyfa sér að láta hugann reika. Lesin er ein bók á mánuði auk einnar smásögu/smáprósa. Bækurnar geta verið af ýmsum toga, eftir íslenska jafnt sem erlenda höfunda.
Skráning ekki nauðsynleg. Öll velkomin!
Leslistinn á haustönn 2025:
13. október
Smámunir sem þessir, eftir Claire Keegan
Glampar eftir Kristínu Arngrímsdóttur, velja eina sögu
10. nóvember
Lítil tilraun til betra lífs: leynileg dagbók Hendriks Groen, 83 1/4 ára, eftir Hendrik Groen
Þöglu myndirnar, eftir Gyrði Elíasson, velja einn
8. desember
Eldarnir, eftir Sigríði Hagalín
Rétt áðan, eftir Illuga Jökulsson, velja eina sögu
Sjá yfirlit um alla leshringi Borgarbókasafnsins.
Upplýsingar og umsjón:
Kristín Guðbrandsdóttir, sérfræðingur
kristin.gudbrandsdottir@reykjavik.is | 411 6250