Um okkur

Menningarhúsið Kringlan

 

Kíktu í heimsókn!

Ertu á leiðinni í Kringluna? Vissir þú að við erum í tengibyggingunni á milli verslunarkjarnans og Borgarleikhússins? Það er því um að gera að kíkja við hjá okkur í leiðinni. Starfsfólkið tekur vel á móti þér og er boðið og búið að aðstoða. Og svo er alltaf heitt á könnunni! 

Aðstaða

Við bjóðum upp á notalega aðstöðu í fallegu húsnæði. Börn og unglingar eiga sinn eigin stað í safninu og þeir sem eldri eru tylla sér gjarnan út við fallegu gluggana, kíkja í nýjustu blöðin og bækurnar og sötra kaffi í leiðinni. Vegna nálægðar við leikhúsið leggjum við sérstaka rækt við leikhúsbókmenntir og efni sem tengist leiklist og leikhúsvinnu. Einnig er gott úrval bóka um kvikmyndir og dans. Við bjóðum gestum reglulega á leikhúskaffi auk annarra viðburða fyrir börn og fullorðna. Hjá okkur kemstu á þráðlaust net auk þess sem hægt er að fá aðgang að tölvum og prentara gegn vægu gjaldi. Bókabíllinn Höfðingi, sem keyrir út um alla borg, hefur bækistöð í Kringlunni. Sjá nánari upplýsingar um aðstöðu í söfnunum í valmynd hægra megin á síðunni.

Staðsetning og samgöngur

Við erum til húsa í viðbyggingu sem tengir Kringluna og Borgarleikhúsið. Góð aðstaða er fyrir hreyfihamlaða í safninu og aðgengi að safninu gott af neðra bílaplani Kringlunnar við Borgarleikhúsið.
Strætisvagnaferðir að Kringlunni eru greiðar og viðkomustaðir strætisvagnaleiða eru við Listabraut, Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Sjá nánar á straeto.is.

Guðríður Sigurbjörnsdóttir er deildarstjóri í menningarhúsinu Kringlunni:
gudridur.sigurbjornsdottir@borgarbokasafn.is

Nánari upplýsingar:
kringlan@borgarbokasafn.is
S. 411 6200