BLINDHÆÐ | Listamenn og sýningarstjóri

 

Daría Sól Andrews - SýningarstjóriDaría Sól AndrewsDaría Sól Andrews er sjálfstætt starfandi listrænn stjórnandi and listgagnrýnandi, sem býr og starfar í Reykjavík.

 

Salad Hilowle - Listamaður
salad hilowle profileSalad Hilowle er listamaður búsettur í Stokkhólmi, Svíþjóð, og útskrifaðist frá Konunglega sænska listaháskólanum árið 2020. Í verkum sínum vinnur Salad Hilowle með minningar frá barnæsku sinni og stöðu innflytjendasamfélags Sómala, sem hann tvinnar saman við listasögu Svíþjóðar. Verkin vekja áhorfandann til umhugsunar um sjálfsmyndir, minningar, staðsetningar og sýnileika. Fyrri vídeóverk hans eru stuttmyndirnar Erinra, Letters to Sweden og Waryaa. Fínstilltar og ljóðrænar myndir hans hafa verið sýndar víðsvegar um heiminn og unnið til verðlauna í Svíþjóð. Árið 2015 var hann annar tveggja listamanna til að hljóta Engmansstipendiet, einn af stærstu listamannastyrkjum í Svíþjóð. Árið 2020 hlaut hann Bernadotte Scholarship frá Konunglega sænska listaháskólanum fyrir að auka sýnileika fólks af afrískum uppruna í sænskri listasögu.

 

Nayab Ikram - Listamaður
nayab ikram portraitNayab Ikram er ljósmyndari, myndlistamaður og listrænn stjórnandi. Hún er af pakistönskum ættum, fædd á Álandseyjum og starfar í Turku. Hún vinnur með hugmyndir og tilfinningar sem tengjast þeirri stöðu að vera á milli (e. in-betweenship) og sjálfsmyndum í menningarlegu og stafrænu samhengi. Hún notast við tákn, hefðir og abstrakt form í ljósmyndum, gjörningum og innsetningum. Ikram útskrifaðist 2015 með BA gráðu í menningu og listum frá Novia University of Applied Sciences í Jakobstad, Finnlandi. Með listamanninum Ramina Habibollah starfar hún sem listrænn stjórnandi dúósins in a way. Ikram hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga. Hún vann til verðlaunanna Portfolio Review for Young Nordic Photographers á Landskrona Foto Festival 2017. Árið 2019 hlaut hún menningarverðlaun frá Swedish Cultural Foundation í Finnlandi.

 

Hugo Llanes - Listamaður
Hugo Llanes profileHugo Llanes er útskrifaður með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Listsköpun Hugo Llanes felur í sér rannsókn á pólitískum og félagslegum sprungum og fagurfræði sem streymir frá þeim. Til verka hans teljast afleiður málverka, staðbundnir gjörningar og innsetningar. Hann lítur til félagslegra kringumstæðna í verkum sínum, eins og flutning fólks milli landa, misbeitingu valds og áhrif nýlenduhyggju á þróun sjálfsmynda og persónusérkenna. Verk hans hvetja áhorfandann til íhugunar sem og þátttöku. 

 

Claire Paugam - Listamaður
claire paugam profileClaire Paugam lauk myndlistarnámi við Beaux-Arts de Nantes Métropole, Frakklandi, árið 2014. Hún fluttist til Íslands árið 2015 en þá hóf hún meistaranám við Listaháskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún með MFA gráðu í myndlist árið 2016. Claire Paugam hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2020. Á þeim tíma sem Claire hefur verið búsett á Íslandi hefur hún verið virk í listasenunni.  Í myndlistarverkum sínum vinnur hún þverfaglega og sinnir einnig fjölbreyttum verkefnum; svo sem við sýn­ing­ar­stjórn­un, sviðshönn­un­, gerð tón­list­ar­mynd­banda, ljóða og texta­verka.