AFLÝST BLINDHÆÐ | Kvikmyndasýning #2
Þessum viðburði er aflýst, en við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á kvikmyndasýningu og listamannaspjall á safninu í Spönginni 15. maí.
Sýning á tveimur stuttmyndum leikstjórans Salad Hilowle og vídeóverki Nayab Ikram, sem eru hluti af samsýningunni Blindhæð undir listrænni stjórn Daríu Sól Andrews.
Salad Hilowle er listamaður búsettur í Stokkhólmi, Svíþjóð, og útskrifaðist frá Konunglega sænska listaháskólanum árið 2020. Í verkum sínum vinnur Salad Hilowle með minningar frá barnæsku sinni og stöðu innflytjendasamfélags Sómala, sem hann tvinnar saman við listasögu Svíþjóðar. Verkin vekja áhorfandann til umhugsunar um sjálfsmyndir, minningar, staðsetningar og sýnileika. Fyrri vídeóverk hans eru stuttmyndirnar Erinra, Letters to Sweden og Waryaa. Fínstilltar og ljóðrænar myndir hans hafa verið sýndar víðsvegar um heiminn og unnið til verðlauna í Svíþjóð. Árið 2015 var hann annar tveggja listamanna til að hljóta Engmansstipendiet, einn af stærstu listamannastyrkjum í Svíþjóð. Árið 2020 hlaut hann Bernadotte Scholarship frá Konunglega sænska listaháskólanum fyrir að auka sýnileika fólks af afrískum uppruna í sænskri listasögu.
Skot úr myndinni Waryaa by Salad Hilowle
Nayab Ikram er ljósmyndari, myndlistamaður og listrænn stjórnandi. Hún er af pakistönskum ættum, fædd á Álandseyjum og starfar í Turku. Hún vinnur með hugmyndir og tilfinningar sem tengjast þeirri stöðu að vera á milli (e. in-betweenship) og sjálfsmyndum í menningarlegu og stafrænu samhengi. Hún notast við tákn, hefðir og abstrakt form í ljósmyndum, gjörningum og innsetningum. Ikram útskrifaðist 2015 með BA gráðu í menningu og listum frá Novia University of Applied Sciences í Jakobstad, Finnlandi. Með listamanninum Ramina Habibollah starfar hún sem listrænn stjórnandi dúósins in a way. Ikram hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga. Hún vann til verðlaunanna Portfolio Review for Young Nordic Photographers á Landskrona Foto Festival 2017. Árið 2019 hlaut hún menningarverðlaun frá Swedish Cultural Foundation í Finnlandi.
Ljósmyndaverk eftir Nayab Ikram
Sjá hér upplýsingar um sóttvarnarráðstafanir safnsins.
Frekari upplýsingar:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur – Fjölmenningarmál
Martyna.Karolina.Daniel@reykjavik.is
Daría Sól Andrews, sýningarstjórn
daria.andrews9@gmail.com