FRESTAÐ BLINDHÆÐ | Listamannaspjall
Vinsamlegast athugið að viðburðinum hefur verið frestað til 15. maí. n.k.
Daría Sól Andrews, listrænn stjórnandi Blindhæðar, stýrir listamannaspjalli við tvo listamenn samsýningarinnar: Hugo Llanes og Claire Paugam.
Hugo Llanes er útskrifaður með MA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Listsköpun Hugo Llanes felur í sér rannsókn á pólitískum og félagslegum sprungum og fagurfræði sem streymir frá þeim. Til verka hans teljast afleiður málverka, staðbundnir gjörningar og innsetningar. Hann lítur til félagslegra kringumstæðna í verkum sínum, eins og flutning fólks milli landa, misbeitingu valds og áhrif nýlenduhyggju á þróun sjálfsmynda og persónusérkenna. Verk hans hvetja áhorfandann til íhugunar sem og þátttöku.
Claire Paugam lauk myndlistarnámi við Beaux-Arts de Nantes Métropole, Frakklandi, árið 2014. Hún fluttist til Íslands árið 2015 en þá hóf hún meistaranám við Listaháskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist hún með MFA gráðu í myndlist árið 2016. Claire Paugam hlaut Hvatningarverðlaun Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2020. Á þeim tíma sem Claire hefur verið búsett á Íslandi hefur hún verið virk í listasenunni. Í myndlistarverkum sínum vinnur hún þverfaglega og sinnir einnig fjölbreyttum verkefnum; svo sem við sýningarstjórnun, sviðshönnun, gerð tónlistarmyndbanda, ljóða og textaverka.
Að loknu listamannaspjalli er boðið upp á sýningu tveggja stuttmynda eftir Salad Hilowle, einum listamanna samsýningarinnar. Meðan á sýningu stendur er boðið upp á vinnustofu fyrir krakka (8-13 ára) undir handleiðslu Yrsu Þallar Gylfadóttur á næstu hæð.
Verk eftir Hugo og Claire er að finna á Borgarbókasafninu í Spönginni til 11. apríl á opnunartímum safnsins.
Frekari upplýsingar:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur – Fjölmenningarmál
Martyna.Karolina.Daniel@reykjavik.is
Daría Sól Andrews, sýningarstjórn
daria.andrews9@gmail.com