Hver er söguhetjan? | Smiðja
Hvernig sjáum við sögupersónur fyrir okkur þegar við höfum ekki myndir til að styðjast við? Í smiðjunni ögrum við fyrirfram gefnum hugmyndum okkar með því að myndlýsa sögur í sameiningu og veltum fyrir okkur hvaðan þessar hugmyndir koma. Efni og teikniáhöld eru í boði hússins.
Aldur 10-15
Yrsa Þöll Gylfadóttir er rithöfundur og hefur gefið út bæði skáldsögur fyrir fullorðna og barnabækur í léttlestrarseríunni Bekkurinn minn. Serían fjallar um krakka sem eru saman í bekk í íslenskum grunnskóla, en hver bók er sögð frá sjónarhorni eins nemanda. Lesandi fær því að kynnast fjölbreyttum veruleika ólíkra barna í bekknum, bæði innan og utan veggja skólans.
Yrsa hefur áður stýrt ritsmiðjum fyrir börn og unglinga, en hún hefur einnig unnið á frístundaheimili, kennt íslensku og frönsku, unnið sem leiðsögumaður og kennt börnum og fullorðnum borðspil.
Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is