Um þennan viðburð
Útgáfuhóf og tónleikar | Barnalög fyrir alls konar fólk
Velkomin á útgáfuhóf vegna bókarinnar Barnalög- fyrir allskonar fólk eftir Guðmund Hauk Jónsson. Um er að ræða nýja kennslubók í íslensku sem er allt í senn: söngbók, nótnabók, myndmenntarkennslubók og styður bókin auk þess við kveðskap ef vill.
Bókinni fylgir geisladiskur með lögum eftir Guðmund Hauk við eigin texta auk þess sem á disknum eru lög við sjö ljóð eftir Þórarinn Eldjárn og eitt lag er við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk.
Á útgáfuhófinu, mun hljómsveitin Roof Tops koma fram eftir langt hlé - leika lögin úr bókinni og segja skemmtilegar sögur í bland. Hljómsveitina skipa að þessu sinni: Guðmundur Haukur Jónsson söngvari, Gunnar Guðjónsson gítarleikari, Ari Jónsson trommari og söngvari og Gunnar Ringstend gítarleikari. Jón Pétur bassaleikari er fjarri góðu gamni að þessu sinni, en hann er búsettur í Noregi.
Grunnhugmyndin að bókinni Barnalög fyrir alls konar fólk var sú að búa til kennslubók með nýstárlegu sniði þar sem ljóð og lög styðja hvert annað. Hverju ljóði fylgir pistill með vangaveltum og hugmyndum um efni ljóðanna ásamt einstaka sögum og tilvitnunum. Meðal kennara er víða þekkt aðferð sem kölluð er "lag og ljóð". Með því að syngja ljóð lærum við orð og orðanotkun og nálgumst töfraheim ljóðlistarinnar.
Viðburðurinn er öllum opinn og hentar ungum sem öldnum og eru börn sérstaklega velkomin.
Sjá upplýsingar um Rými fyrir höfunda - höfundum gefst kostur á að bóka rými fyrir eigin bókmenntaviðburði.
Nánari upplýsingar veita:
Guðmundur Haukur Jónsson
gudmundhaukur@gmail.com
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170