Khairkhan is an Inner Mongolian musician

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 14:00
Verð
Frítt
Tungumál
Enska
Fræðsla
Spjall og umræður
Tónlist

Tónleikar og fyrirlestur | Þjóðlög og barkasöngur frá Mongólíu

Sunnudagur 1. febrúar 2026

Khairkhan er tónlistarmaður frá austurhluta Innri-Mongólíu, af Khorqin-ættbálknum, en er nú búsettur í Reykjavík. Hann ólst upp í hinu fræga Khorchin-graslendi sem ríkt er af þjóðlagatónlist og sögum. Hann mun spila fyrir okkur, ásamt því að sýna okkur og segja frá þjóðlegum mongólskum hljóðfærum. Svo mun hann einnig kenna okkur grunnatriði í mongólskum barkasöng!

Khairkhan leggur áherslu á hefðbundin mongólsk hljóðfæri eins og morin khuur, tsuur og tovshuur, en einnig mongólskan barkasöng sem er eitt af hans aðalsmerkjum. Þjóðlagatónlistin sem hann flytur er að mestu frá Khorchin-héraði, þaðan sem mikið af mongólskri þjóðlagatónlist er upprunnin.

Sem hirðingi 21. aldarinnar, búsettur í borginni, vinnur Khairkhan þessa dagana að því að skapa nýja hugmynd um tilraunakennda mongólska þjóðlagatónlist, þar sem markmiðið er að halda í ræturnar sem hafa gengið í arf í gegnum aldirnar, en á nútímalegan hátt.