Hljóðver skreytt fyrir Jólin
Hljóðverið í Úlfarsárdal

Samkeppni | Jólalag Borgarbókasafnsins 2025

Borgarbókasafnið efndi í fyrsta sinn til jólalagakeppni árið 2022. Þar sem hún heppnaðist vel hefur hún síðan verið árlegur viðburður þar sem allir geta tekið þátt. Nú er komið að því að halda keppnina í fjórða sinn.

Óskað er eftir frumsömdum, áður óútgefnum lögum á stafrænu formi. Lögin þurfa að vera á íslensku og geta verið með eða án texta. Æskileg lagalengd er um þrjár mínútur.

Lokafrestur til innsendinga er sunnudagurinn 7. desember kl. 23:59.

Þátttakendur eru beðnir um að senda lögin í keppnina á netfangið:
jolalag@borgarbokasafn.is

Úrslit verða kynnt 15. desember. 

Sigurlög fyrri keppna:
2022
Christmas is my Favourite Time of the Year, eftir Ximena Días. 
2023
Það snjóar á alla, eftir Jens Einarsson.
2024
Ég er Jólakötturinn, eftir Inga Hrafn og Gumma Grétar.
 
Dómnefndina skipa Anna Magnúsdóttir Eirúnardóttir og Agnes Jónsdóttir, sérfræðingar hjá Borgarbókasafninu, og sigurvegari keppninnar 2024, Ingi Hrafn Hilmarsson, leikari og leikstjóri, sem jafnframt er formaður dómnefndar.

Frekari upplýsingar: 
jolalag@borgarbokasafn.is