Fólk að dansa Lindy Hop

Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Tungumál
-
Tónlist

Lindy Hop kennsla

Laugardagur 6. september 2025

Kennarar frá Sveiflustöðinni kenna byrjendum paradansinn Lindy Hop sem er svokallaður social dans, þar sem dansað er við aðra dansara við undirtóna sveifludjassins.

Ókeypis þátttaka og öll velkomin, ekki þarf að mæta með dansfélaga.

Tilvalið að brjóta upp dagskrána á laugardegi og prufa eitthvað nýtt! Hittumst í góðri sveiflu á Torginu, 1. hæð í Grófinni.

 

Sveiflustöðin er dansskóli sem sérhæfir sig í sveifludönsum sem dansaðir eru við iðandi djasstóna í anda þriðja og fjórða áratugarins. Má þar nefna dansa á borð við lindy hop, charleston og balboa en einnig boogie woogie og solo jazz auk annarra dansstíla. 

 

Fyrir nánari upplýsingar: 
sveiflustodin@gmail.com

Merki