Ljósmyndasamkeppni í Grafarvogi

Um þennan viðburð

Tími
9:00 - 23:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir alla
Sýningar

Leyndardómar Grafarvogs | Ljósmyndasamkeppni

Miðvikudagur 16. október 2019 - Mánudagur 18. nóvember 2019


Skilafrestur í samkeppnina er til 18. nóvember

Grafarvogur hefur slitið barnsskónum og er nú gróið og fallegt hverfi. Þar má finna skrýtin skúmaskot og skemmtilegar byggingar, krókaleiðir og kostuleg sjónarhorn. Borgarbókasafnið í Spönginni stendur fyrir ljósmyndasamkeppni meðal íbúa og nemenda í Grafarvogi þar sem þemað er „leyndardómar Grafarvogs“. 
Keppnin er fyrir fólk á öllum aldri, það eina sem þarf er myndavél af einhverju tagi, hvort sem það er myndavél í símanum, spjaldtölvunni eða myndavél upp á gamla mátann.
Taktu mynd einhvers staðar í Grafarvogi og sendu okkur á netfangið spongin@borgarbokasafn.is. Hver þátttakandi má senda inn fimm myndir.
Myndin má vera svarthvít eða í lit, hún má vera af skrýtnum/fallegum/sérstökum/skemmtilegum en umfram allt leyndardómsfullum stað eða mannvirki í Grafarvoginum


Skilafrestur er til og með 18. nóvember, en 5. desember verður tilkynnt um verðlaunahafa og opnuð sýning á innsendum ljósmyndum á Borgarbókasafninu í Spönginni.
Ungir sem aldnir eru hvattir til að taka þátt!


Nánari upplýsingar: 
Sigríður Steinunn Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is
s. 411 6230

Merki