Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska og enska
Spjall og umræður

Púslað á púsldeginum | Hið íslenska púslsamband

Fimmtudagur 29. janúar 2026

Í tilefni alþjóðlega púsldagsins þann 29. janúar ætlar Hið íslenska púslsambandið að halda upp á daginn á Borgarbókasafninu í Úlfarsdal.

Keppni í hraðpúsli verður varpað á skjá þar sem fólk kemur saman og púslar nýtt púsl en keppnin byrjar kl 17. Á meðan við fylgjumst með keppninni höfum við það notalegt og púslum saman.

Það verða púsl á staðnum en fólki er líka velkomið að mæta með sín eigin púsl eða skiptast á púslum.

Öll velkomin!

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:

puslsamband@gmail.com