
Um þennan viðburð
Fræðakaffi | 70 götumyndir og fleira
Páll Jakob Líndal umhverfissálfræðingur fjallar um hvaða umhverfisþættir það eru sem skipta máli í hinu byggða umhverfi, ef byggja á manneskjulegt og uppbyggilegt umhverfi.
Fjallað verður um mat fólks á umhverfinu, en umræðan byggir á niðurstöðum könnunar sem hefur verið í gangi frá árinu 2014.
Ef tími gefst til verður jafnframt fjallað um íbúasamráð og hvernig nýta má tölvutækni til að bæta samtalið milli íbúa, stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila.
Páll er með doktorspróf í umhverfissálfræði frá Háskólanum í Sydney. Hann er sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan, hvort um er að ræða náttúru eða byggt umhverfi. Páll hefur áralanga reynslu af skipulagsmálum og verkefnum er snúa að verndun byggingararfsins, auk þess að vinna að sálfræðilegum rannsóknum og hefur hefur um árabil verið ötull talsmaður þess að sálfræðileg sjónarmið fái sitt rými í hönnunar- og skipulagsferlum og lögð sé ríkari áhersla á samspil fólks og umhverfis.
Fyrir nánari upplýsingar:
Halldór Óli Gunnarsson
Borgarbókasafnið Spönginni
halldor.oli.gunnarsson@reykjavik.is
Páll Jakob Líndal
Umhverfissálfræðingur
pjl@ru.is