
Um þennan viðburð
Púsl á alla kanta
Púsl á alla kanta snýr aftur og nú í samstarfi við Púslsamband Íslands. Það gæti komið sumum á óvart, en að setja saman púsluspil er margbreytileg iðja. Sum stunda hraðpúsl og reyna að klára heilt púsl á sem stystum tíma, ýmist sem einstaklingar, pör eða lið. Aðrir vilja púsla í rólegheitum, jafnvel púslum með mörg þúsund bita púslum. Sama hvernig púslari þú ert, þá er hér tækifæri til að hitta aðra púslara, prófa eitthvað nýtt og eignast ný púsl. Á viðburðinum verður boðið upp á eftirfarandi:
- Púslsamband Íslands kynnir starfsemi sína.
 - Happdrætti til styrktar Púslsambandinu, dregið í lok viðburðar.
 - Vanir hraðpúslarar verða á svæðinu, kynna íþróttina og bjóða gestum að prófa.
 - Hægt verður að setjast niður og taka þátt í að setja saman púsl eða grípa í púslskák.
 - Markaður verður á staðnum þar sem hægt verður að skiptast á púslum eða kaupa.
 - Hringrásarborðið verður á sínum stað þar sem hægt verður að skilja eftir púsl og taka púsl eins og hver vill. )Ef það vantar í púslin þarf að taka það fram á kassanum. Restin fer í Fríbúðina Gerðubergi.)
 
Þau sem hafa áhuga á að vera með borð þurfa að skrá sig fyrir fram, þar sem fjöldi borða er takmarkaður. Skráning fer fram í tölvupósti á berglindsh@gmail.com. Greiða þarf 1000 krónur til að taka frá borð sem eru endurgreiddar þegar seljandinn mætir.
Skipuleggjendur viðburðarins eru Berglind S. Heiðarsdóttir, stjórnandi í Facebook-hópnum Púslarar og Steinunn Rós Guðsteinsdóttir sem er í stjórn Púslsambandsins.
Allir púslarar velkomnir, byrjendur sem lengra komin!
Nánari upplýsingar veitir:
Halldór Óli Gunnarsson, sérfræðingur
Borgarbókasafninu Spönginni 
halldor.oli.gunnarsson@reykjavik.is
Berglind S. Heiðarsdóttir
berglindsh@gmail.com