Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Liðnir viðburðir

Fríbúðin í Gerðubergi | Opnun

Miðvikudagur 25. september 2024

Verið velkomin á opnun Fríbúðarinnar í Gerðubergi.

Lauflétt dagskrá, tónlist og stuttar ræður. Dagsgamalt brauð og vistvænar veitingar í boði ásamt almennri gleði og bjartsýni.

Í Fríbúðina er hægt að koma með hluti sem nýtast ekki lengur og taka það sem vantar. Hver veit, kannski finnur þú teketil, blómavasa, skauta eða borðspil! Í Fríbúðinni eru einnig skilakassar fyrir batterí, raftæki, brotið leirtau, ónýta potta og pönnur, kertaafganga og ýmislegt fleira.

Komið endilega með hluti á opnunina til að setja í hillur Fríbúðarinnar. Gerum þetta saman!

Fríbúðin er tilraunaverkefni í samstarfi við Góða hirðinn og skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg.


Meira um Fríbúðina
Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:

Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri Borgarbókasafnsins Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170