Bergdís Júlía Jóhannsdóttir
Bergdís Júlía Jóhannsdóttir

Um þennan viðburð

Tími
11:00 - 12:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Tungumál
Íslenska
Börn

Sögustund við varðeld

Laugardagur 15. mars 2025

Verið velkomin á notalega útisögustund þar sem við kveikjum lítinn varðeld og lýsum upp skammdegið.

Klæðum okkur eftir veðri og hittumst úti fyrir framan inngang Gerðubergs, að neðanverðu.

Bergdís Júlía Jóhannsdóttir mun lesa fyrir okkur sögu og hægt verður að ylja sér með heitu kakói. 

Bergdís Júlía er leikkona, leikstjóri, móðir, ljóðaunnandi og sérleg áhugamanneskja um mannfólk og náttúruna. Hún útskrifaðist frá Rose Bruford College 2013 og stofnaði þar leikhópinn Spindrift Theatre. Spindrift Theatre er marg verðlaunað norrænt leikfélag sem samanstendur konum frá Finnlandi, Noregi og Íslandi. Bergdís er óhrædd við að skoða möguleika leiklistar, kennir ungu fólki leiklist, starfar sem sjúkrahúss trúður hjá Barnaspítalanum og leiðir smiðjur fyrir samtökin Okkar heimur.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Viðburður á facebook

 

Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411-6187