Um þennan viðburð
Tími
Á opnunartíma
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
-
Markaður
Fríbúð | Innpökkunarstöð
Þriðjudagur 10. desember 2024 - Mánudagur 23. desember 2024
Kíktu við í Fríbúðinni í Gerðubergi og pakkaðu inn jólagjöfunum. Sett verður upp tímabundin innpökkunarstöð í Fríbúðinni þar sem hver sem er getur komið og pakkað inn gjöfum fyrir jólin.
Í Fríbúðinni í Gerðubergi eru allir hlutir ókeypis, þar er bæði hægt finna gjafir og gefa áfram hluti sem þú þarft ekki lengur. Upplagt tækifæri til að klára jólagjafastússið í einum rikk, finna gjöf og pakka henni inn.
Einnig er í boði að gefa Fríbúðinni jólapappír, gjafapoka og annað skraut fyrir innpökkunarstöðina.
Fríbúðin á instagram: @fribudin_gerdubergi
Nánari upplýsingar veitir:
Atli Pálsson, sérfræðingur
atli.palsson@reykjavik.is | 411-6175