Fræsafn verður til
Það var afar notaleg stund hjá okkur sem hittumst á Borgarbókasafninu Grófinni og bjuggum til litla poka fyrir nýja Fræsafnið. Nartað var í agúrkur, kaffi sötrað og tengsl mynduð í gegnum spjall um plöntur og það sem okkur finnst gaman að rækta. Mörg komu með fræ til að setja í safnið og fljótlega munum við setja þau í fínu bréfpokana fyrir notendur bókasafnsins til að taka með sér heim og rækta. Meðal þeirra fræja sem komu í safnið voru, kóríanderfræ, vorlaukur, birki, kál, flauelsblóm, morning - glory, graslaukur og fleira.
Þegar Fræsafnið verður komið í gang geta öll sem vilja sótt sér fræ úr því sem og bætt í safnið fræjum að heiman.
Ef þig langar til að gefa fræ í nýja Fræsafnið má koma með þau vel merkt á Borgarbókasafnið sem staðsett er á átta stöðum víðsvegar um borgina.
Nánari upplýsingar veita:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur í fjölmenningarmálum
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is