Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:30
Verð
Frítt
Fræðsla

Teikning | Örnámskeið

Þriðjudagur 17. september 2019

Kristín Arngrímsdóttir myndlistarmaður kennir teikningu.

Námskeiðið verður tvo daga; þriðjudaginn 17. og miðvikudaginn 18. september kl. 17.00-18.30

Fyrri daginn verður farið yfir ýmis grunnatriði teikningar svo sem form, línu, áferð, ljós og skugga. Nemendur eru beðnir að taka einn hlut með sér að heiman, til að teikna í tímanum.

 

Seinni daginn munu nemendur teikna andlit eða hönd. Þeir eru beðnir að taka með sér spegil eða ljósmynd af einhverjum eða mynd í síma sem hægt er að nota sem fyrirmynd.

 

Ekki er krafist undirbúnings eða kunnáttu og allir velkomnir sem áhuga hafa á að spreyta sig í teikningu. Miðað er við að þátttakendur mæti báða dagana.

Allt efni á staðnum og ókeypis þátttaka.

Kristín er með teiknikennarapróf frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og meistarapróf frá Englandi.

 

Nánari: upplýsingar: Jónína Óskarsdóttir
jonina.oskarsdottir@reykjavik.is