Um þennan viðburð
Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Bókasafn
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður
Lífsstílskaffi | Lækningarmáttur jurtanna
Fimmtudagur 21. mars 2024
Ingeborg Andersen grasalæknir miðlar af visku sinni um jurtirnar sem vaxa í náttúrunni og hvernig hægt er að nota þær í lækningaskyni og til að stuðla að betri líðan.
Ingeborg, sem er með BS gráðu í vestrænum grasalækningum, hefur síðan 2020 boðið upp á einstaklingsráðgjöf og haldið regluleg námskeið um lækningajurtir, og jurtagöngur á sumrin.
Ingeborg mun bjóða uppá fræðslu um helstu íslensku lækningajurtirnar, fara yfir tínslu, verkun og notkun þeirra. Einnig mun hún bjóða gestum upp á jurtate og svara spurningum.
Ingeborg heldur úti ásamt fleiru vefsíðunni Nærðar konur.
Nánari upplýsingar veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170