Fusion Groove, leiðbeinandi námskeiðsins

Um þennan viðburð

Tími
10:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Tungumál
Íslenska
Börn

Vetrarfrí | Rafmagnaður taktur - Taktsmíðar með Fusion Groove

Mánudagur 24. febrúar 2025 - Þriðjudagur 25. febrúar 2025

Er hægt að búa til lag úr fuglasöng? Hvernig bý ég til til reggaeton takt? Get ég búið til lag bara með aðeins þremur nótum?

Í smiðjunni lærum við að búa til takta og grunn að lagi. Við klippum saman búta (samplers) úr tilbúnum hljóðum og tónlist, tökum upp ný hljóð og búum til eins konar hljóðfæri úr hljóðum í nærumhverfinu og poppmenningunni.

Komdu í smiðjuna rafmagnaður taktur, gerum tilraunir saman og gefum sköpunargleðinni lausan tauminn.

Vigfús Karl er tónlistarmaður og plötusnúðurinn Fusion Groove. Hann hefur þeytt skífum alla sína fullorðinsævi og unnið í tónlistargeiranum í fjöldamörg ár við hin ýmsu verkefni. Hann er einnig frístundarleiðbeinandi og hefur lengi kennt börnum og ungmennum? raftónlistargerð og taktsmíðar.

Tími: Smiðjan stendur yfir í 2 daga kl. 10:00-12:00

Skráning á sumar.vala.is

Sjá viðburð á Facebook hér.

 

Nánari upplýsingar veitir:

 

Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6100