
Um þennan viðburð
Sögustund við varðeld | Árstíðarverur
Verið velkomin á notalega útisögustund þar sem við kveikjum lítinn varðeld og lýsum upp skammdegið. Hægt verður að ylja sér með heitu kakói á meðan Diljá Hvannberg Gagu les fyrir okkur úr bók sinni Árstíðarverur. Sagan er tileinkuð öllum börnum sem alast upp við íslenskt veðurfar. Í bókinni kynnumst við Bjarna sem er að læra um mismunandi árstíðir í skólanum en kemst fljótt að því að árstíðarskiptin eru ekki alveg eins og hann lærði. Forvitni Bjarna leiðir hann í ævintýri þar sem hann hittir árstíðarverur sem eru ekki alltaf sammála um hvernig veðrið á að vera. Að lokinni sögustund er hægt að fara inn í hlýjuna og taka þátt í listasmiðju með Linn Janssen sem teiknaði myndirnar í bókinni. Í listasmiðjunni búum við til okkar eigin árstíðarverur.
Hittumst úti fyrir framan neðri inngang Gerðubergs og klæðum okkur eftir veðri, hver veit hvaða árstíðarvera mætir okkur þennan dag.
Sjá nánar um listasmiðjuna með Linn Jansson hér.
Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411-6170