Um þennan viðburð

Tími
12:00 - 13:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Tungumál
Íslenska
Börn
Föndur

Listasmiðja | Árstíðarverur

Laugardagur 20. september 2025

Verið velkomin í skapandi listasmiðju þar sem við skoðum og veltum fyrir okkur árstíðunum. Hvernig þær birtast í náttúrunni og í ímyndunarafli okkar. Linn Janssen, myndhöfundur bókarinnar Árstíðarverur mun leiða listasmiðjuna þar sem börn fá að hanna og búa til sínar eigin árstíðarverur. Smiðjan hentar vel fyrir fjölskyldur sem vilja eiga gæðastund og skapa eitthvað saman. Allur efniviður er á staðnum.   

Fyrir áhugasama verður lesið upp úr sögunni við hlýjan varðeld áður en smiðjan hefst. Upplagt að hefja daginn með notalegri sögustund og fá að kynnast heimi árstíðarveranna áður en smiðjan hefst.

Sjá nánar um sögustund við varðeld hér.

Viðburður á facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Svanhildur Halla Haraldsdóttir, sérfræðingur
svanhildur.halla.haraldsdottir@reykjavik.is | 411-6170