Um þennan viðburð
Scratch: Tölvuleikjasmiðja
Sérfræðingar frá Skema í HR mæta á bókasafnið og kenna krökkum grunnforritun og helstu hugtök tölvuleikjahönnunar með Scratch. Nemendur búa til einfalda tölvuleiki, hanna persónur og umhverfi ásamt því að forrita.
Fullt! Skráning á biðlista hjá vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is
Scratch er ókeypis forritunarumhverfi sem er aðgengilegt á netinu. Því geta nemendur auðveldlega haldið áfram að fikta og læra að forrita þegar heim er komið. Scratch er aðgengilegt á íslensku.
Skema sérhæfir sig í kennslu og rannsóknum með sálfræði, kennslufræði og tölvunarfræði að leiðarljósi. Skema stendur fyrir fjölbreyttum tækninámskeiðum og vinnur auk þess að því markmiði að kennsla í forritun verði í boði í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Viðburður á Facebook.
Nánari upplýsingar veitir:
Vala Björg Valsdóttir, sérfræðingur
vala.bjorg.valsdottir@reykjavik.is | 411 627