
Um þennan viðburð
Vetrarfrí | Minecraft MOD forritun
Komið á námskeið á vegum SKEMA í að forrita viðbætur fyrir tölvuleikinn Minecraft.
Á námskeiðinu fá nemendur tækifæri til að forrita sín eigin „Mod“ (viðbætur) í Minecraft. Nemendur læra að nota forritið MCreator til þess að forrita mod á spennandi og skemmtilegan máta. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa-reynslu af Minecraft-spilun og langar kynnast forritun fyrir Minecraft leikinn.
ATH: Á Minecraft námskeiðum Skema er spilað á einkaserver sem aðeins nemendur og þjálfarar Skema fá aðgang að. Þjálfarar hafa umsjón með samskiptum á servernum og stjórna því hverjir fá að tengjast servernum, engir utanaðkomandi aðilar fá aðgang að serverum Skema. Hjá Skema er ekki í boði opinber Minecraft® vara og Háskólinn í Reykjavík er ekki tengdur Mojang né Microsoft.
Skráning er nauðsynleg.
Viðburður á Facebook
Nánari upplýsingar veitir:
Agnes Jónsdóttir, sérfræðingur
agnes.jonsdottir@reykjavik.is | 411 6250