Kristín Ragna og Gunnar Hersveinn
Kristín Ragna og Gunnar Hersveinn

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir

Heimspekikaffi | Vel dugði ráðið

Miðvikudagur 27. febrúar 2019

Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur og Kristín Ragna Gunnarsdóttir myndlistarmaður og rithöfundur ætla að spá í valdar persónur í Brennu-Njálssögu út frá lífsgildum og fyrirmyndum í heimspekikaffi í Gerðubergi miðvikudaginn 27. febrúar, kl. 20. 

Hvers konar fyrirmyndir eru persónur í Brennu-Njálssögu og getum við sett okkur í spor Njáls, Gunnars og Hallgerðar? Gunnar á Hlíðarenda var seinþreyttur til vandræða en bregst ókvæða við þrálátri ógn. Njáll er ráðsnjall og gæti verið fyrirmynd nútímaráðgjafa. Hallgerður er hugrökk og lætur ekki kúga sig. 
Gunnar Hersveinn og Kristín Ragna munu ræða ýmsa þætti Njálu en mannkostir og lestir Íslendinga fyrri alda, Hávamál og norræn goðafræði koma einnig við sögu í spjalli þeirra.

Heimspekikaffið í Gerðubergi hefur verið vinsælt undanfarin misseri, en þar er fjallað á mannamáli um lífsgildin út frá ýmsum sjónarhornum. Gestir taka virkan þátt í umræðum og hafa margir fengið gott veganesti eftir kvöldin og hugðarefni til að ræða frekar. 

Að þessu sinni verða gildi fyrri kynslóða í brennidepli en nýlega opnaði sýning Kristínar Rögnu og Gagarín, Ertu alveg viss? í Borgarbókasafninu í Grófinni - sem er stutt innlit í Brennu-Njáls sögu þar sem þessari ástsælu Íslendingasögu er miðlað á nýstárlegan hátt. 
Verið velkomin á Heimspekikaffi, öll velkomin og frítt inn á meðan húsrúm leyfir. 

Athugið að viðburðurinn verður endurtekinn sunnudaginn 3. mars á Borgarbókasafninu í Grófinni kl 14:00 auk leiðsagnar um sýninguna Ertu alveg viss? | Stutt innlit í Brennu-Njáls sögu

Frekari upplýsingar veitir: 
Guðrún Baldvinsdóttir 
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
S: 661-6178