Saumaverkstæðið Árbæ
Á Saumaverkstæðinu er hægt að sauma nánast hvað sem er, gera við og taka upp snið. Þar eru tvær venjulegar saumavélar og ein overlock-vél sem gestir geta notað hvenær sem er á opnunartíma safnsins, eða bókað fyrirfram.
Gengið er út frá því að þau sem nýta sér aðstöðuna séu að mestu leiti sjálfbjarga en reglulega er boðið upp á aðstoðartíma þar sem kennt er á vélarnar og veitt aðstoð við saumaskapinn. Nauðsynlegt er að skrá sig í aðstoðina fyrirfram. Aðstoðartímarnir eru auglýstir á heimasíðu en þeir liggja niðri í júní til ágúst.
Einnig er að finna á Borgarbókasafninu fjölbreyttan bókakost tengdan hannyrðum.
Materials