Stefnur

Þjónustustefna er sett fram vegna þess að Borgarbókasafnið  er fyrst og fremst þjónustustofnun. Í bókasafnslögum er kveðið á um að allir landsmenn skuli eiga kost á að njóta þjónustu almenningsbókasafna. Borgarbókasafnið er stærsta/fjölmennasta menningarstofnun Reykjavíkurborgar. Markmið bókasafnsins er að jafna aðgengi borgarbúa að menningu og þekkingu.

Eftir sameiningu Borgarbókasafnsins og Menningarmiðstöðvarinnar í Gerðubergi 2014 hefur staðið yfir vinna við að skapa nýja ímynd sem styður við nýjar áherslur og eflir hlutverk safnanna sem menningarmiðju í hverfum borgarinnar.

Ný þjónustustefna er sett fram með það fyrir augum að bæta þjónustu Borgarbókasafnsins, auka þjónustuvitund starfsmanna, samræma þjónustuna og gera hana markvissari. Borgarbókasafnið munu samhliða því leitast við að styrkja sérstöðu sína í hverfunum og koma betur til á móts við þarfir íbúanna.

Þjónustustefna Borgarbókasafnsins 2017 - 2020