
Nýjar umfjallanir á Bókmenntavefnum
Þetta eru skrýtnir tímar, aðventa þar sem upplestur jólabókanna fer að mestu leyti fram í netheimum. Það er þó aldeilis ekki skortur á nýjum bókum.
Á Bókmenntavefnum hrannast enda inn umfjallanir og þar má jafnframt endurnýja kynnin við eldri bækur og lesa umfjallanir um þær. Hvernig væri að kveikja á kertaljósi í skammdeginu og lesa upphátt eins og eina bókmenntaumfjöllun fyrir heimilisfólkið?
Það er af nógu að taka á Bókmenntavefnum!