
Naxos | Tónlist og myndir í streymi fyrir grúskara
Athugið að Borgarbókasafnið hefur sagt upp áskrift sinni að Naxos efnisveitunni. Einstaklingar geta keypt áskrift að efnisveitunni á vefsíðu Naxos.
Á tónlistarsíðunni Naxos Music Library er lögð áhersla á klassíska tónlist, en fjölbreytnin er mikil. Auk klassískra verka eftir gömlu meistarna má þar finna tónlist frá öllum heimshornum, kvikmyndatónlist, óperur, kóraverk, kammertónlist, jazz og popptónlist. Upptökur eru í hæsta gæðaflokki og hér er gullið tækifæri fyrir plötugrúskara, unga sem aldna – af öllum kynjum, að ögra algóritmanum og koma sjálfum sér á óvart.
Á myndbandasíðunni Naxos Video Library er hægt að nálgast upptökur af tónleikum, óperum, ballet- og leiksýningum, sem og ýmiss konar heimildamyndir. Ágætisúrval af þýskum kvikmyndum má einnig finna, upplagt fyrir þá sem ætla að nýta tímann í sóttkví til að æfa sig í þýsku. Þau sem hugsa með nostalgíu til þeirra tíma þegar Aðalvídjóleigan var sá staður sem opnaði gáttir inn í nýja heima, er Naxos myndbandastreymið kannski svarið.